spot_img
HomeFréttirJakob: Besta tilfinning í heimi

Jakob: Besta tilfinning í heimi

21:24
{mosimage}

(Jakob Örn Sigurðarson)

Leikstjórnandinn snjalli Jakob Örn Sigurðarson var að vonum kampakátur með sigurinn gegn Grindavík í gærkvöldi. Jakob gerði 22 stig í oddaleiknum sem KR vann 84-83 en hann setti niður 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. ,,Þetta var æðislegt, þetta er besta tilfinning í heimi,“ sagði Jakob sæll eftir leik í samtali við Karfan.is. Jakob gerði 17,9 stig að meðaltali í leik með KR á tímabilinu en í úrslitakeppninni gerði hann 15,3 stig að meðaltali í leik.

,,Það sýndi sig í úrslitakeppninni að þarna mættust tvö langbestu liðin á Íslandi og klárlega er KR besta liðið sem ég hef verið í og Grindavík besta liðið sem ég hef mætt. Þetta var hörkuleikur sem var jafn allan tímann og sigurinn gat dottið hvoru megin sem er en við höfðum þetta sem betur fer á endanum,“ sagði Jakob sigurreifur en hversu mikil var pressan á KR að vinna Íslandsmeistaratitilinn eftir að hafa tapað í Subwaybikarnum?

,,Hún var örugglega mikil en eftir bikartapið urðum við hungraðari og langaði meira en áður í titilinn og það æsti okkur aðeins upp og viljinn vaknaði hjá okkur og varð sterkari með hverjum leiknum,“ sagði Jakob sem kvaðst ekki hafa á neinum leyndarmálum að sitja er hann var inntur eftir því hvað hann myndi gera á næstu leiktíð.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -