spot_img
HomeFréttirJackson ósáttur við leiki á jóladag

Jackson ósáttur við leiki á jóladag

Phil Jackson, þjálfari L.A. Lakers, er ósáttur við hve mikið er leikið um jólin í NBA-deildinni en lið hans mætir Miami á jóladag. Jackson hefur verið andvígur þessum jólaleikjum í langan tíma og skoðun hans er ekkert að breytast.
Hann sagði flestar aðrar stórar íþróttir taka frí um jólin og velti því fyrir sér af hverju NBA-deildin gerir ekki hið sama.
 
NBA-deildin hefur teflt fram jóladegi undanfarin ár sem einn af aðaldögunum og ávallt sett upp leiki milli liða sem eiga að vera í toppbaráttunni og er engin undantekning í ár.
 
En það er svo sem hægt að skilja afstöðu Phil Jackson en Lakers hafa spilað á jóladegi samfleytt síðan árið 1999.
 
Fimm leikir eru á jóladag og er stórslagur Miami og Lakers þar fremst í flokki en margir flottir leikir verða í boði.
 
Tímasetningar þeirra skarast ekki og því geta körfuboltaóðir átt gleðileg jól og séð fimm leiki í röð.
 
Leikir á jóladag – tímar í Ameríku:
12.00 Chicago-New York
14.30 Orlando-Boston
17.00 L.A. Lakers-Miami
20.00 Oklahoma-Denver
22.30 Golden-State-Portland
 
Mynd: Phil Jackson vill vera körfuboltalaus á jóladag – en hann verður þó á heimavelli.
 
 
Fréttir
- Auglýsing -