spot_img
HomeFréttirÍslenskur Toppkörfubolti verður til - Munu vinna að framgangi, vexti og viðgangi...

Íslenskur Toppkörfubolti verður til – Munu vinna að framgangi, vexti og viðgangi íslensks körfubolta

Stofnuð hafa verið samtökin Íslenskur Toppkörfubolti (ÍTK) og samanstanda þau af félögum sem verða með lið í úrvalsdeild karla og/eða kvenna á næsta tímabili. Fyrirmyndin að þessum samtökum eru Íslenskur Toppfótbolti og verður tilgangur ÍTK sambærilegur, þ.e. að vinna að framgangi, vexti og viðgangi íslensks körfubolta. Bæði með því að styðja sérstaklega við körfuknattleiksdeildir íþróttafélaga en einnig vinna að annarri hagsmunabaráttu eftir því sem við á. Víða erlendis má finna sambærileg samtök félaga í boltaíþróttum.

Stjórn félagsins skipa: Kjartan Ásmundsson sem er formaður stjórnar, Hilmar Júlíusson, Hugi Halldórsson, Ingvi Þór Hákonarson, Páll Kolbeinsson og varamaður og tengiliður samtakanna er Gústaf Steingrímsson . Heimasíða samtakanna fór í loftið nú fyrir síðustu helgi og er slóðin toppkarfa.is.

Stofnfundur samtakanna var í byrjun júlí og er fyrsti aðalfundur samtakanna ráðgerður 28. september næstkomandi. Samtökin er nýstofnuð og því á eftir að koma í ljós nákvæmlega í hvaða farveg vinna þess og barátta mun helst fara. Samningar um sjónvarpsréttindi fyrir sýningar á úrvaldsdeildinni og nafn deildarinnar eru að fara renna út og er KKÍ í samningaviðræðum varðandi það. Félögin eiga mikið undir því að vel takist til í næstu samningum. Vegna þess hefur ÍTK beðið stjórn KKÍ um að fulltrúar félaganna sjálfra komi að þeirri vinnu með beinni hætti en verið hefur í fortíðinni og er stjórn KKÍ með það til skoðunar.

Fréttir
- Auglýsing -