![]() |
Brandon Woudstra í þrekprófi fyrir næsta tímabil |
„Íslensku“ kanarnir sem hafa komið sér vel fyrir í Evrópu hafa verið eftir sumarfrí að týnast aftur til liða sinna. Í Þýsku deildinni eru fjórir þeirra sem hér á landi hafa spilað. Brandon Woudstra (UMFN) er að spila sitt fjórða tímabil í Bundesliga og spilar nú sitt annað ár með Ludwigsburg. Derrick Allen (Keflavík) sem hefur verið einn stigahæsti leikmaður deildarinnar síðastliðin ár er að hefja sitt annað ár með Frankfurt Skyliners.
AJ Moye (Keflavík) er að hefja sitt annað ár með liði Tubingen og svo er það sá eini úr hópnum sem skiptir um lið en það er Jeb Ivey (UMFN). Kappinn mun koma til með að spila hjá Bremerhaven í deildinni en þess má geta að hann hefur unnið sér inn gælunafnið „Iceman“ eftir veru sína hér á Íslandi. Þá hefur Tommy Johnson (Keflavík) skrifað undir hjá Worchester Wolves í Englandi. BA Walker (Keflavík) hefur komið sér í Hollensku deildinni og mun spila þar með liði Rotterdam Challengers. Andrew Fogel (KR) er komin til Ísreals og spilar þar með Maccabi Givat Smhuel.