Nú styttist í fyrsta leikinn hjá landsliðinu í undankeppni Eurobasket 2015. Íslenski hópurinn heldur utan í nótt en flogið verður til Búkarest í Rúmeníu.
Liðið leikur gegn Búlgaríu sunnudaginn 4. ágúst og hefst leikurinn klukkan 19:10 eða 16:10 að íslenskum tíma. Eftir það er förinni heitið til Constanta í Rúmeníu þar sem leikið verður gegn heimamönnum miðvikudaginn 7.ágúst. Leikurinn hefst klukkan 18:00 eða 15:00 að íslenskum tíma.
Hópurinn heldur svo heim á leið fimmtudaginn 8.ágúst.
Heimaleikir gegn Búlgaríu og Rúmeníu:
Ísland mætir Búlgaríu í Laugardalshöll þriðjudaginn 13.ágúst og Rúmeníu föstudaginn 16.ágúst, einnig í Laugardalshöll.
Miðasala er hafin á leikina og er hægt að kaupa þá hér
Það er til mikils að vinna og getur stuðningur áhorfenda ráðið því hvort liðið nær að komast áfram úr riðlinum.
Liðið sem vinnur riðilinn mætir sigurvegara úr C-Riðli en þar leika Danmörk, Sviss, Austurríki og Lúxemborg.
Leikið verður heima og heiman á eftirtöldum dögum:
22. ágúst – Á heimvelli sigurvegara Ariðils
25. ágúst – Á heimavelli sigurvegara C-riðils
Sigurvegari A/C mætir sigurvegara B/D á eftirtöldum dögum:
29. ágúst – Á heimavelli A/C
1. september – Á heimavelli B/D
Sigurvegarinn fær sæti á Eurobasket 2015 í Úkraínu og þarf ekki að taka þátt í undankeppninni 2014.
www.kki.is