spot_img
HomeFréttirÍslensk landslið taplaus í Laugardalshöll árið 2016

Íslensk landslið taplaus í Laugardalshöll árið 2016

Árið 2016 hefur verið einstaklega gjöfult fyrir íslenskan körfubolta og íslenskt íþróttalíf í heild. Sigur Íslands gegn Portúgal í lokaleik undankeppni Eurobasket 2017 í gær var þó sögulegur fyrir margar sakir. 

 

Þó helst fyrir þær sakir að íslensku A-landsliðin fóru taplaus í gegnum árið á heimavelli. Árangur sem ekki hefur verið hægt að ganga að vísum síðustu ár. Fræknir sigrar gegn Belgíu og Ungverjalandi standa uppúr en Laugardalshöllin umrædda er að verða að gryfju sem erfitt er fyrir aðrar þjóðir að sækja heim. 

 

Landsleikir í Laugardalshöll árið 2016: 

 

A-landslið kvenna:

Ísland 87-77 Ungverjaland

Ísland 65-54 Portúgal 

 

A-landslið karla:

Ísland 88-72 Sviss 

Ísland 84-62 Kýpur

Ísland 74-68 Belgía

 

 

 

Mynd / Þorsteinn Eyþórsson

Fréttir
- Auglýsing -