spot_img
HomeÚti í heimiEvrópaMeð bakið upp við vegg

Með bakið upp við vegg

Hilmar Pétursson og Munster máttu þola sitt annað tap í jafn mörgum leikjum gegn Trier í átta liða úrslitum úrslitakeppni Pro A deildarinnar í Þýskalandi, 74-90.

Hilmar var í byrjunarliði Munster í leiknum og skilaði 7 stigum, 2 fráköstum og 2 stoðsendingum á 23 mínútum spiluðum.

Trier leiða einvígið því 2-0 og þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að slá út Hilmar og félaga í Munster.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -