Íslendingurinn fer vel af stað í Sýrlandi

Hinn íslenski Andrée Fares Michelsson fer vel af stað með liði sínu At Ittihad í sýrlensku deildinni, en í gær lögðu þeir Al Wothaba nokkuð örugglega, 55-97.

Í frumraun sinni með liðinu skilaði Andrée 24 stigum, 3 fráköstum, 6 stoðsedingum og 2 stolnum boltum.

Andrée gekk til liðs við Al Ittihad fyrir yfirstandandi tímabil, en þeir eru staðsettir í Aleppo og leika þeir í efstu deild sýrlensku deildakeppninnar. Þeir hafa í 20 skipti unnið sýrlenska titilinn, nú síðast árið 2022.