spot_img
HomeFréttirÍslandsmeistarar KR 1979 heiðraðir

Íslandsmeistarar KR 1979 heiðraðir

10:53
{mosimage}

(Liðsmenn Íslandsmeistara KR árið 1979)

KR-ingar sýndu gömlum Íslands- og bikarmeisturum veglegan virðingarvott á laugardag þegar fyrsti úrslitaleikur KR og Grindavíkur fór fram í DHL-Höllinni. Liðsmenn Íslands- og bikarmeistarar KR árið 1979 voru í upphitun á laugardag kallaðir út á gólf og þeir kynntir til leiks við dynjandi lófatak. Þrír leikmenn úr þessu sigursæla liði KR voru síðan valdir í lið aldarinnar (á síðustu öld).

Þjálfari liðsins var Gunnar Gunnarsson, Helgi Ágústsson var liðsstjóri og lukkudrengur var Helgi Gunnar Helgason. Þessir kappar létu sig svo ekki muna um það að taka eina myndarlega ,,berju“ fyrir fyrsta leik KR og Grindavíkur.

Hópurinn í meistaraliði KR árið 1979:

John Hudson
Árni Guðmundsson
Ásgeir Hallgrímsson
Birgir Guðbjörnsson
Bjarni M. Jóhannesson
Björn M. Björgvinsson
Einar Bollason
Eiríkur S. Jóhannesson
Garðar Jóhannesson
Gunnar Jóakimsson
Jón Sigurðsson
Kolbeinn Pálsson
Kristinn Stefánsson
Stefán Hallgrímsson
Þorvaldur Blöndal
Þröstur Guðmundsson

[email protected]

{mosimage}

(Og berjast!)

Fréttir
- Auglýsing -