spot_img
HomeFréttirÍsland vann frækinn sigur á Dönum(Umfjöllun)

Ísland vann frækinn sigur á Dönum(Umfjöllun)

23:45

{mosimage}

(Logi Gunnarsson í leiknum í kvöld)

Íslenska landsliðið vann frækinn 6 stiga sigur, 77-71, á því danska í Laugardalshöllinni fyrr í kvöld. Íslenska liðið mætti virkilega ákveðið til leiks og spiluðu aggressíva vörn sem skilaði forskoti strax í upphafi leiks sem þeir héldu nánast allan leikinn. Danir jöfnuðu eða komust yfir nokkrum sinnum í leiknum en það entist aldrei lengi og þurftu þeir því að elta nánast allan leikinn. Íslenska liðið hélt svo haus í fjórða leikhluta og uppskáru því virkilega góðan sigur á sterku liði Dana.  Stigahæstur í liði Íslands var Jón Arnór Stefánsson með 14 stig en næstir komu Logi Gunnarsson, Helgi Magnússon og Páll Axel Vilbergsson allir með 12 stig.  Hjá dönum var Chanan Colman stigahæstur með 15 stig.

Íslenska liðið byrjaði leikinn af krafti og höfðu strax 5 stiga forskot eftir rúmlega tveggja mínútna leik, 8-3. Liðið var að spila fanta vörn sem skilaði góðum hraðaupphlaupum. Danir komu þó til baka á næstu mínútunni og þvinguðu klaufaleg mistök hjá Íslenska liðinu. Leikurinn var mjög hraður og virtust bæði lið leggja upp með að sækja hratt á andstæðingin. Danir komust fyrst yfir í leiknum þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum í stöðunni 12-14. Íslensku strákarnir létu það þó ekki á sig fá og bókstaflega kveiktu í höllinni með því að skora næstu 11 stigin en við það tók Allan Foss, þjálfara Dana, leikhlé við mikin fögnuð íslensku áhorfenda.  Íslenska liðið leiddi því eftir fyrsta leikhluta 25-19.

{mosimage}

(Logi skoraði 12 stig í kvöld)

Íslenska liðið gaf ekkert eftir í öðrum leikhluta og juku forskot sitt jafnt og þétt.  Áhorfendurnir á leiknum létu vel í sér heyra og stemmingin í höllinni því virkilega góð.  Íslenska vörnin var áfram að skila sínu hlutverki vel og þvinguðu danina oft til að taka léleg skot sem geiguðu.  Forskotið var mest komið í 10 stig,33-23,  þegar annar leikhluti var rétt tæplega hálfnaður en þá sögðu þeir Dönsku hingað og ekki lengra.  Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum  höfðu þeir náð forskotinu niður í 2 stig og leikurinn því orðinn hnífjafn aftur.  Danska liðið pressaði það Íslenska allan völlinn og náði með því oftar en ekki að skera vel að skotklukku Íslenska liðsins.  Íslenska liðið stóðs þó áhlaup þeirra dönsku og skoruðu seinustu 4 stig leikhlutans og leddu í hálfleik, 40-37.

Stigahæstir í hálfleik voru Jón Arnór stefánsson með 12 stig og Páll Axel Vilbergsson með 7 stig.  Hjá dönum var íslandsvinurinn Adam Darbo stigahæstur með 9 stig

{mosimage}

(Jón Arnór Stefánsson sækir að dönsku vörninni)

Helgi Magnússon kom íslenska liðinu á bragðið með tvemur þriggja stiga körfum strax á frystu mínútunum þrijða leikhluta og íslenska liðið náði í 9 stiga forksoti strax eftir þrjár mínútur af leik.  Liðin skiptust á að skora næstu mínúturnar og virtist íslenska liðið vera með góð tök á leiknum.   Helgi Magnússon var sjóðandi heitur fyrir utan þriggja stiga línuna sem og Logi Gunnarsson sem náði mesta forskoti íslenska liðsins með því að skora glæsilega þriggja stiga körfu þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum, 61-46.  Danska liðið náði þó aðeins að lagfæra sinn hlut og hafði íslenska liðið því 10 stiga forskot þegar flautað var til loka þrijða leikhluta, 64-54.

{mosimage}

(Stóra C eða Chris Christofersen var vonsvikinn að leikslokum)

Það fór ekki á milli mála í upphafi fjórða leikhluta hvort liðið ætlaði sér sigurinn en Íslenska liðið spilaði fanta varnaleik og átti Stóra C eða Chris Christoffersen í miklum vandræðum með varnarleik íslenska liðsins. Þegar rúmlega þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum tók danska liðið leikhlé í stöðunni 69-57. Íslenska liðið gerði virkilega vel að sækja sóknarfráköst í fjórða leikhluta og komust þess vegna upp með að taka langar sóknir og drepa tíman hægt og rólega. Danir sóttu þó smám saman á og þegar ein og hálf mínúta var eftir var munurinn kominn niður í 6 stig og leikurinn því galopinn. Danska liðið tók leikhlé þegar ein mínúta var eftir af leik en þá hafði Hlynur Bæringsson stolið gríðarlega mikilvægum bolta og sigurvonir Dana því nánast orðnar að engu.  Logi Gunnarsson gerðu þær bókstaflega að engu þegar hann lagði boltan laglega ofaní þegar aðeins 30 sekúndur lifðu af leiknum og munurinn aftur kominn í 6 stig, 75-69. Jakob Sigurðssin átti svo seinustu stig leiksins þegar hann var sendur á vítalínuna þegar 13 sekúndur voru eftir og landaði ísland því 6 stiga sigri, 77-71.  

 

Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]

 

Fréttir
- Auglýsing -