spot_img
HomeFréttirÍsland upp um styrkleikaflokk eftir sigurinn gegn Portúgal

Ísland upp um styrkleikaflokk eftir sigurinn gegn Portúgal

Ísland sigraði í kvöld Portúgal nokkuð örugglega í síðasta leik undankeppni evrópumóts kvennalandsliða sem fram fer á næsta ári. 

 

Sigurinn var sá annar í riðlinum en hinn kom gegn ógnarsterku liði ungverja í febrúar. Tveir sigrar dugði til þess að lenda í þriðja sæti E-riðilsins, fyrir ofan einmitt Portúgal og tveim stigum á eftir Slóvakíu sem endaði í öðru sæti. Ísland var fyrir mótið í neðsta styrkleikaflokk er dregið var í riðlana. 

 

Sigurinn í kvöld hefur hinsvegar þá þýðingu að allar líkur eru á að Íslenska liðið fari upp um styrkleikaflokk þegar dregið verður í riðla í næstu undakeppni fyrir Eurobasket 2019. 

 

Frábær undankeppni að baki hjá Íslenska liðinu sem getur heldur betur vel við undað eftir frábæra sigra gegn sterkum liðum. Opinbert markmið landsliðsins er að komast í lokakeppni Eurobasket 2021 en árangur þessarar keppni færir liðið skrefi nær.

 

 

 

 

Mynd / Þorsteinn Eyþórsson

Fréttir
- Auglýsing -