Undir 20 ára lið kvenna tapaði í dag fyrir Þýskalandi, 36–53, í B deild Evrópumótsins í Eilat í Ísrael. Liðið því tapað öllum fimm leikjum sínum á mótinu til þessa, en næst leika þær gegn Rúmeníu um sæti 9-12.
Það voru þjóðverjar sem byrjuðu leik dagsins betur, leiddu með 6 stigum eftir fyrsta leikhluta, 8-14. Undir lok fyrri hálfleiksins bættu þær svo við forystuna, en þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 16-29 fyrir Þýskaland. Íslensku stelpurnar voru sevo betri í þriðja leikhluta og var munurinn aðeins 10 stig fyrir lokaleikhlutann, 27-37. Í honum voru þýsku stelpurnar svo aftur sterkari og fór svo að lokum að þær sigldu nokkuð öruggum 17 stiga sigri í höfn, 36-53.
Atkvæðamest í íslenska liðinu var Rósa Björk Pétursdóttir með 7 stig, 6 fráköst og stolinn bolta á þeim 20 mínútum sem hún spilaði.
Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins hér