spot_img
HomeFréttirÍsland tapaði fyrir ofjörlum fyrir framan hljóðláta þjóð (Umfjöllun)

Ísland tapaði fyrir ofjörlum fyrir framan hljóðláta þjóð (Umfjöllun)

22:13

{mosimage}

(Jón Arnór skorar glæsilega flautukörfu)

Íslenska landsliðið tók á móti Svartfjallalandi í laugardalshöllinni í kvöld.  Fyrir leikinn hafði Ísland unnið einn leik og tapað einum en Svartfjallaland hafði unnið báða sína leiki.  Íslenska liðið átti í raun aldrei möguleika í fyrri hálfleik enda aðeins með 21 % skotnýtingu og voru því strax í hálfleik komnir 23 stigum undir, 24-47.  Íslenska liðið náði þó aðeins að laga sinn hlut og minnkuðu muninn jafn óðum þó munurinn færi upp í 26 stig á tímabili.  Svartfjallaland vann þó sannfærandi 14 stiga sigur, 66-80.  Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá Íslenska liðinu með 20 stig en næstir voru Logi Gunnarsson með 11 stig og Hlynur Bæringsson með 8 stig og 7 fráköst.  Hjá gestunum var Vlado Scepanovic stigahæstur með 16 stig

Íslenska liðið byrjaði leikinn ágætlega en Jón Arnór sýndi það strax á upphafsmínútunum að hann ætlaði ekki að gefa neitt.  Hann skoraði fyrstu 6 stig Íslands en leikar stóðu jafnir 6-6 eftir um þrjár mínútur af leik.  Gestirnir frá Svartfjallalandi náðu svo forksotinu á næstu mínútum og leiddu 9-12 þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður.  Nicola Pekovic, sem fyrirfram var talað um sem einn af sterkari mönnum Svartfjallalands, lenti snemma í villuvandræðum og sat allan seinnihluta fyrsta leikhlutans á bekknum.  Íslenska liðið fór hins vegar að lenda í vandræðum sóknarlega þegar Jakob og Jón Arnór voru hvíldir.  Gestirnir gengu á lagið og náðu góðri forystu á lokamínútunum þegar þeir breyttu stöðunni úr 13-16 í 14-22, sem voru lokatölur fyrsta leikhluta.  

{mosimage}

Íslenska liðið var nánast ekki með á upphafsmínútum annars leikhluta og skoruðu gestirnir fyrstu 8 stig leikhutans. Sóknarleikur íslenska liðsins gekk mjög illa og virtist þeir þurfa að þvinga erfið skot undir körfunni sem er alls ekk ákjósanlegt gegn jafn stóru liði og Svartfjallalandi.  Þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu gestirnir náð 15 stiga forskoti, 18-33  og sóknarleikur íslenska liðsins ennþá í molum.    Langskotin hjá íslenska liðinu voru ekki að detta sem gerði þeim verulega erfitt fyrir.  Svartfjallaland tók leikhlé i stöðunni 20-33 og Íslenska liðið tók einnig leikhlé um mínútu seinna en það virtist hafa lítil áhrif á íslenska liðið sem var 19 stigum undir þegar mínúta var eftir af leikhlutanum, 23-42.   Þess má til gamans geta að gestirnir klikkuðu á sínu fyrsta víti þegar 2 mínútur voru eftir af leikhlutanum en þar á undan höfðu þeir skorað úr 20 af fyrstu 20 vítaskotunum .  Gestirnir leiddu með 23 stigum í hálfleik 24-47.  
Íslenska liðið var líklega ekki mjög stolt af skotnýtingu sinni en aðeins 21% af 2 stiga skotum liðsins foru ofaní í fyrri hálfleik og aðeins 15 % þriggja stiga skotana.  
Jón Arnór Stefánsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu með 10 stig en á eftir honum komu Logi Gunnarsson og Hlynur Bæringsson með 4 stig hvor.  
Hjá gestunum var Goran Jeretin stigahæstur með 11 stig en næstur var Vlado Scepanovic með 9 stig.  

{mosimage}

Svartfellingar byrjuðu þriðja leikhluta af sama krafti og þann annan og skoruðu 6 stig gegn fyrstu tveimur frá Íslandi.  Þeir náðu mest 26 stiga forskoti um miðjan leikhlutan en Jón Arnór virtist vera sá eini með lífsmark í sóknarleik Íslenska liðsins.  Þegar þrjár mínútur voru eftir af leikhlutanum tók þjálfari Svartfellinga leikhlé en þá var staðan 36-60.  Íslenska liðið spilaði hins vegar fínan varnarleik undir lok þriðja leikhluta en gestirnir skoruðu aðeins 2 stig gegn 7 stigum Íslands á seinustu þremur mínútum leikhlutans.  Það hjálpaði þó lítið því munurinn var ennþá 19 stig, 41-62.  

{mosimage}

Íslenska liðið virtist ætla að falla í sömu grifju og í 2. Og 3. Leikhluta þegar Svartfellingar skoruðu fyrstu 4 stigin en þá kom Helgi Magnússon til sögunnar.  Hann lagði ótrúlegan þrist spjaldið ofaní, og undirritaður heyrði hann ekki kalla það, og fékk strax í næstu sókn þrjú víti sem hann nýtti 2 af.  Munurinn var því 20 stig, 46-66.  Þetta virtist gefa íslenska liðinu smá kraft því þegar leikhlutinn var hálfnaður var mnurinn kominn niður í 16 stig, 55-71.  Það er þess virði að minnast á hinn ótrúlega Slavko vranes sem samvkæmt bestu heimildum stendur í 2 metrum og 29 cm kom inná og er líklega með stærri mönum sem hafa spilað á Íslandi.  Hann virtist þó ekki heilla þjálfara Svartfjallalands mikið því hann fékk aðeins að spila 2 mínútur.  Íslenska liðið virtist þó missa dampinn í seinni hluta leikhlutans og þegar rúmlega tvær mínútur voru eftir af leiknum var munurinn kominn upp í 22 stig, 58-80.  Íslenska liðið beit þó frá sér á lokamínútunni og náði forystu gestana niður í 14 stig, 66-80, sem urðu lokatölur leiksins, en Jón Arnór Stefánsson átti lokastigin í leiknum með ágætis flautukörfu þónokkuð fyrir utan þriggja stiga línuna.

Gísli Ólafsson

Myndir: [email protected]
{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

{mosimage}

Fréttir
- Auglýsing -