Ísland sigraði Kýpur með 63 stigum gegn 47 í öðrum leik sínum á Smáþjóðaleikunum í San Marínó. Ísland byrjaði leik dagsins mun betur, leiddi með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta 16-5. Kýpverjar náðu þó að vinna þann mun niður og munaði aðeins 3 stigum á liðunum í hálfleik 26-23. Leikurinn var svo áfram í járnum í upphafi seinni hálfleiksins. Munaði aðeins stigi á liðunum fyrir lokleikhlutann 37-36. Í honum var Ísland svo aftur miklu betra liðið á vellinum og sigldi að lokum góðum 16 stiga sigri í höfn.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Sara Rún Hinriksdóttir með 19 stig og 7 fráköst á aðeins 23 mínútum spiluðum.
Íslenska liðið því komið með einn sigurleiki og einn tapleik á mótinu, en þær leika næst gegn Lúxemborg í hádeginu á morgun. Með sigri í þeim leik enda þær í öðru sæti mótsins, en fari svo að þær tapi verða þær að sætta sig við það þriðja.