Landslið Íslands vann Írland, 63-69, fyrr í kvöld í vináttuleik ytra. Samkvæmt tölunum frekar jafn leikur þar sem að Ísland leiddi með aðeins einu stigi í hálfleik, 27-28. Nýr leikmaður Breiðabliks, Hildur Björg Kjartansdóttir, var útnefnd leikmaður leiksins.
Þær Dagbjört Dögg Karlsdóttir úr Val, Þóra Kristín Jónsdóttir úr Haukum og Erna Hákonardóttir úr Keflavík léku allar sinn fyrsta A landsliðsleik í kvöld.
Leikurinn var annar tveggja vináttuleikja sem Ísland leikur gegn Írlandi, sá seinni fer fram á morgun í Dublin.
Hægt er að horfa á leikinn í heild sinni hér fyrir neðan.