spot_img
HomeFréttirÍsland mætir Hollandi kl. 18:30 í kvöld í fyrsta leik undankeppni HM...

Ísland mætir Hollandi kl. 18:30 í kvöld í fyrsta leik undankeppni HM 2023

Ísland hefur leik í kvöld í undankeppni HM 2023 með leik gegn Hollandi í Almere.

Fyrir leikinn eru liðin á svipuðum stað á heimslista FIBA, Ísland í 25. sæti Evrópu á meðan að Holland er sæti ofar í því 24.

Hérna má sjá Evrópulista FIBA

Ásamt Hollandi er Ísland í riðli með sterkum þjóðum Rússlands og Ítalíu, sem bæði eru nokkuð ofar á Evrópulistanum, Ítalía í 5. og Rússland 11. sæti, en í fyrri hluta undankeppninnar munu þrjúr lið komast áfram úr riðlinum.

Næsti leikur Íslands er svo komandi mánudag gegn Rússlandi í Sankti Pétursborg.

Leikurinn í kvöld gegn Hollandi hefst kl. 18:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV2.

Hérna verður lifandi tölfræði frá leiknum

Tengt:

Ákveðin trú á Íslandi, þó viðurkennt sé að á brattan verði að sækja “Íslendingar eru klárir í að verða öskubuskuævintýri undankeppninnar”

Þórir Guðmundur er spenntur fyrir leik morgundagsins “Erum mættir hérna til þess að vinna”

Ólafur segir það gott að vera aldursforseti landsliðsins “Þarf ekki að gera þessa litlu hluti sem hinir þurfa að gera”

Hilmar Smári fyrir leikina gegn Hollandi og Rússlandi “Við höfum trú á okkur sjálfum”

Hjalti Þór fyrir leikina gegn Hollandi og Rússlandi “Vonandi förum við 2-0 heim”

Fréttir
- Auglýsing -