spot_img
HomeFréttirÍsland mætir Belgíu aftur

Ísland mætir Belgíu aftur

 

Ísland tekur á móti Belgíu í öðrum æfingaleik liðanna kl. 17:00 á Akranesi í dag. Fyrri leikurinn fór fram í Smáranum síðasta fimmtudag, en hann sigraði Ísland. Leikirnir eru liður af undirbúningi liðanna fyrir lokamót EuroBasket, sem hefst í lok ágúst í Finnlandi.

 

Sérstakt Fan Zone verður á Gamla Kaupfélaginu fyrir leik í dag, þar sem meðal annars mun þjálfari liðsins, Craig Pedersen koma og spjalla við stuðningsmenn.

 

Hægt er að versla miða á leikinn við inngang, en fyrir þá sem sjá sér ekki fært um að koma á leikinn, verður hann í beinni útsendingu á SportTv.

Fréttir
- Auglýsing -