Undir 20 ára lið kvenna tapaði í dag fyrir Úkraínu, 54-73, í B deild Evrópumótsins í Eilat í Ísrael. Liðið því tapað þremur fyrstu leikjum sínum á mótinu, en næst leika þær gegn Tékklandi á morgun.
Úkraína byrjaði leik dagsins betur, leiddu 17-24 eftir fyrsta leikhluta. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik höfðu þær svo bætt við forystuna, 28-40. Í upphafi seinni hálfleiksins gerðu þær svo útaf við leikinn. Sigruðu þriðja leikhlutann 8-21 og fóru því með 25 stiga forystu inn í lokaleikhlutann. Þar náðu íslensku stelpurnar þó aðeins að bíta frá sér, þó ekki nóg og fór svo að lokum að Úkraína sigldi nokkuð öruggum 19 stiga sigri í höfn, 54-73.
Líkt og í fyrstu tveimur leikjum liðsins á mótinu var það Thelma Dís Ágústsdóttir sem dróg vagninn fyrir íslenska liðið, skilaði 10 stigum, 4 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum á þeim 30 mínútum sem hún spilaði.
Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins hér