spot_img
HomeFréttirÍsland lagði heimakonur í Svíþjóð - Ásta Júlía með laglega tvennu

Ísland lagði heimakonur í Svíþjóð – Ásta Júlía með laglega tvennu

Undir 20 ára lið kvenna lagði í dag heimakonur í Svíþjóð í Stokkhólmi á þriggja liða mótinu sem Finnland er einnig þáttakandi í.

Áður hafði liðið tapað fyrsta leiknum fyrir Finnlandi í gær, en lokaleikur mótsins er á morgun, aftur gegn Svíþjóð.

Ísland leiddi allan leikinn í dag. Eftir fyrsta leikhluta með 4 stigum, 13-17 og þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik með 11 stigum, 17-28. Í upphafi seinni hálfleiksins héldu þær svo bara áfram að bæta í og voru með 17 stiga forystu fyrir þann fjórða, 24-41. Í lokaleikhlutanum reyndu heimakonur hvað þær gátu til að komast aftur inn í leikinn, en allt kom fyrir ekki, 10 stiga íslenskur sigur staðreynd, 45-55.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Ásta Júlía Grímsdóttir með laglega tvennu, 12 stig og 17 fráköst. Þá bætti Sigrún Björg Ólafsdóttir við 9 stigum, 4 fráköstum og 5 stoðsendingum.

Tölfræði leiksins:

Hérna er meira um leikina

Fréttir
- Auglýsing -