Íslenska undir tuttugu ára lið kvenna tapaði fyrsta leik sínum í dag fyrir Finnlandi í Stokkhólmi, en liðið er þar á þriggja landa móti þar sem heimakonur í Svíþjóð eru þriðja liðið.

Leikur dagsins var nokkuð jafn í upphafi, en eftir fyrsta leikhluta leiddi Finnland með einu stigi, 18-17. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo áfram spennandi, þær finnsku þó skrefinu á undan, fjórum stigum yfir í hálfleik, 30-26.

Í upphafi seinni hálfleiksins halda þær finnsku svo í forystu sína og undir lok þess þriðja, bæta aðeins við hana og eru 9 stigum yfir fyrir lokaleikhlutann, 56-47. Í honum gerðu þær svo nóg til að fara með 11 stiga sigur af hólmi, 77-66.

Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Ásta Júlía Grímsdóttir með 21 stig og 6 fráköst. Þá bætti Anna Ingunn Svansdóttir við 18 stigum og 6 fráköstum.

Tölfræði leiksins:

Halldór Karl þjálfari liðsins eftir leik:

Ásta Júlía eftir leik:

Upptaka frá leik dagsins:

Næst leikur Ísland gegn Svíþjóð á morgun, en líkt og leikurinn í dag verður sá í beinni útsendingu á netinu.

Hérna er meira um leikina