spot_img
HomeFréttirÍsland lá gegn Hollandi í spennuleik

Ísland lá gegn Hollandi í spennuleik

14:48
{mosimage}

 

(Björn Kristjánsson gerði 20 stig fyrir íslenska liðið í dag) 

 

16 ára landslið Íslands í karlaflokki var rétt í þessu að tapa miklum spennuleik gegn Hollendingum í Evrópukeppninni í B-deild. Lokatölur leiksins voru 58-61 Hollendingum í vil en íslenska liðið brenndi af fjórum þriggja stiga skotum á síðustu 20 sekúndum leiksins í viðleitni sinni við að knýja fram framlengingu.

 

Blikinn Björn Kristjánsson var stigahæstur hjá íslenska liðinu í dag með 20 stig og 3 stoðsendingar en honum næstur kom Haukur Helgi Pálsson með 15 stig og 11 fráköst.

 

Staðan eftir fyrsta leikhluta var 22-17 íslenska liðinu í vil og í hálfleik munaði einu stig 35-34 fyrir Íslandi. Enn hafði íslenska liðið yfir að loknum þremur leikhlutum og var staðan 47-45 Íslandi í vil fyrir fjórða leikhluta en Hollendingar reyndust sterkari á endasprettinum og höfðu að lokum sigur 58-61.

 

Ísland hefur því tapað tveimur leikjum, þeim fyrsta gegn heimamönnum í Bosníu-Herzegóviníu og nú gegn Hollandi en íslenska liðið hefur unnið einn leik og var það gegn Austurríkismönnum í gær.

 

Næsti leikur liðsins er á morgun gegn sterku liðið Svartfellinga og hefst hann kl. 14:00 að íslenskum tíma.

 

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -