Ísland tapaði í dag fyrir Svartfjallalandi, 61-86, í lokaleik sínum á Smáþjóðaleikunum í San Marínó.
Leikurinn vr jafn í upphafi, þar sem að eftir fyrsta leikhluta leiddu svartfellingar með 2 stigum, 15-17. Undir lok fyrri hálfleiksins slitu þeir sig þó aðeins frá okkar mönnum og leiddu með 9 stigum í hálfleik, 31-40. Í þriðja leikhlutanum veittu þeir Íslandi svo náðarhöggið, sigruðu leikhlutann 12-25 og Ísland því 22 stigum undir fyrir lokaleikhlutann. Að lokum fór svo að Svartfjallaland sigraði leikinn með 25 stigum, 61-85.
Atkvæðamestur íslensku strákanna var Kristófer Acox, en hnn skoraði 12 stig og tók 2 fráköst á þeim 26 mínútum sem hann spilaði.
Ísland hafnaði því í þriðja sæti mótsins, sæti fyrir neðan Svartfjallaland. Það var Kýpur sem að fór með sigur af hólmi, en þeir fóru taplaust í gegnum leikina 5.
Verðlaunaafhendingin: