Ísland er í 23. sæti nýútgefins styrkleikalista FIBA, en listinn er birtur í aðdraganda lokamóts Eurobasket sem fram fer næsta haust. Aðeins eitt lið er fyrir neðan Ísland á listanum, en það er Rúmenía. Í næstu sætum fyrir ofan Ísland eru svo lið sem að Ísland hefur bæði keppt við og unnið í undankeppnum síðustu ára. í 22. sætinu er Bretland og í því 20. Belgía.
Um Ísland á listanum er skrifað:
"Íslandssumarið var árið 2016, þar sem fótboltalið þeirra komst í fjórðungsúrslit Evrópumótsins í Frakklandi. Íslenska liðið komst nokkuð örugglega á FIBA EuroBasket 2017, en sæti í topp átta er jafnvel ólíklegra þar heldur en í fótboltanum"
Efsta sæti listans verma Spánverjar, þar á eftir kemur Serbía, svo Króatía í þriðja. Í fjórða sæti er svo fyrsta liðið sem leika mun í riðli með Íslandi, Grikkland, en þeir verða að teljast ansi sterkir, sérstaklega eftir að einn besti leikmaður í heimi, Giannis Atetakoumpo, sagðist muni leika með liðinu á mótinu.
Listann í heild sinni má lesa hér