spot_img
HomeFréttirÍsland enn í 23. sæti styrkleikalistans

Ísland enn í 23. sæti styrkleikalistans

 

Íslenska karlalandsliðið er enn í 23. sæti styrkleikalista FIBA sem gefinn var út á dögunum fyrir lokamót Eurobasket 2017. Frá síðasta lista hreyfast þeir hvorki upp né niður á listanum, en það er sagt vegna þess að liðið hafi ekki spilað neina leiki frá því þeir spiluðu við Belgíu í lok júlí. Íslenska liðið tók að sjálfsögðu þátt í æfingamóti í Rússlandi dagana 11.-13. þessa mánaðar þar sem það vann Ungverjaland og tapaði fyrir Rússlandi og Þýskalandi, en listinn er skrifaður fyrir þá leiki.

 

Sem fyrr trónir Spánn á toppi listans, Grikkland fer upp í annað sætið og Serbía færist niður í það þriðja.

 

Af þeim liðum sem að Ísland er með í riðli úti í Helsinki er Grikkland efst á listanum í öðru sætinu, þá næst kemur Slóvenía í sjötta og Frakkland næst í því sjöunda.

 

A riðill:

#2: Grikkland

#6: Slóvenía

#7: Frakkland

#15: Pólland

#18: Finnland

#23: Ísland

 

Hérna má skoða listann í heild

Fréttir
- Auglýsing -