Undir 20 ára lið kvenna tapaði í dag fyrir Tékklandi, 44-55, í B deild Evrópumótsins í Eilat í Ísrael. Liðið því tapað fjórum fyrstu leikjum sínum á mótinu, en næst leika þær gegn Þýskalandi á morgun.
Það var Tékkland sem að leiddi leik dagsins allt frá fyrstu mínútum. Eftir fyrsta leikhluta með 4 stigum, 13-17. Undir lok hálfleiksins bættu þær svo bara við og fóru með 9 stiga forystu til búningsherbergja í hálfleik, 22-31. Í upphafi seinni hálfleiksins voru íslensku stelpurnar svo ekki langt frá þeim. Sigruðu þriðja leikhlutann með einu stigi, svo munur Tékklands fyrir lokaleikhlutann voru 8 stig, 36-44. Hann sigraði Tékkland þó með 3 stigum og fór að lokum með 11 stiga sigur af hólmi 44-55.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Emelía Gunnarsdóttir, en hún skoraði 7 stig, tók 3 fráköst, gaf 4 stoðsendingar og stal 3 boltum á þeim tæpu 32 mínútum sem hún spilaði.
Hægt er að fylgjast með leikjum mótsins hér