spot_img
HomeFréttirÍsland-Búlgaría: Fyllum Höllina

Ísland-Búlgaría: Fyllum Höllina

Það er komið að stóru stundinni. Ísland mætir Búlgaríu í dag í Laugardalshöll kl. 19:15 í sínum þriðja leik í undankeppni EuroBasket 2015. Eins og áður hefur komið fram er ekkert annað en sigur sem kemur til greina.
 
Okkar menn fengu skell gegn Búlgörum ytra og nú er komið að því að kvitta fyrir sig í galopnum riðli. Miðasala fer fram á miði.is og það þarf ekkert að fjölyrða um að í þetta sinn er skyldumæting.
  
Fréttir
- Auglýsing -