6:30
{mosimage}
Tindastólsmenn verða fyrir mikilli blóðtöku næsta vetur en einn besti leikmaður þeirra í vetur, Ísak Einarsson, mun ekki leika með liðinu. Í samtali við karfan.is sagði Ísak að kona hans væri að fara í framhaldsnám í Noregi og hann myndi fylgja með og fara að vinna þar.
Aðspurður um hvort hann tæki skóna með til Noregs sagði Ísak að það væri ekki á stefnuskránni „en maður veit aldrei“ sagði hann svo að lokum.
Ísak hóf ferilinn með Tindastól en hefur einnig leikið með Breiðablik í Úrvalsdeild auk þess sem hann lék um tíma með Álaborg í dönsku úrvalsdeildinni. Hann hefur alls leikið 166 leiki í Úrvalsdeild á Íslandi og skoraði að meðaltali 7,5 stig en í þeirri dönsku lék hann 22 leiki og skoraði 10,3 stig að meðaltali í leik.
Mynd: [email protected]