spot_img
HomeFréttirIsaiah Thomas sendir frá sér yfirlýsingu

Isaiah Thomas sendir frá sér yfirlýsingu

 

Þjálfari Boston Celtics, Brad Stevens, hefur staðfest það við fjölmiðla að stjörnuleikmaður liðsins, Isaiah Thomas, verði með liðinu í þriðja leik liðsins í einvíginu gegn Chicago Bulls. Thomas, sem missti systur sína daginn fyrir fyrsta leik úrslitakeppninnar er sagður muni ferðast til Seaattle í dag, til þess að geta verið viðstaddur jarðaför systur sinnar, en verði kominn til baka fyrir leik 3 í einvíginu sem er á föstudaginn í Chicago. 

 

Celtics og Thomas sendu frá sér þessa yfirlýsingu í dag:

 

Celtics komnir í frekar erfiða stöðu í seríunni, þar sem þeir töpuðu báðum fyrstu heimaleikjum sínum og eru því undir, 2-0. Aldrei áður í sögu NBA deildarinnar hefur lið sem að kemur inn í úrslitakeppnina úr 8. sætinu komist í 2-0 stöðu í sjö leikja seríu líkt og Bulls eru komnir í núna. Einusinni áður hefur það gerst að lið í 8. sætinu hafi komist í 2-0, en það var lið Los Angeles Lakers gegn Phoenix Suns í fimm leikja seríu árið 1993. Það ár kom Phoenix til baka og fór síðan alla leið í úrslitin, en í úrslitunum töpuðu þeir einmitt fyrir Chicago Bulls.

Fréttir
- Auglýsing -