spot_img
HomeFréttirGrindavík sendi Keflavík í sumarfrí með 49 stiga sigri í oddaleik

Grindavík sendi Keflavík í sumarfrí með 49 stiga sigri í oddaleik

Grindavík lagði Keflavík í Smáranum í kvöld í oddaleik undanúrslita Subway deildar karla. Keflvíkingar eru því komnir í Sumarfrí á meðan að Grindavík mætir sigurvegara viðureignar Njarðvíkur og Vals í úrslitum.

Fyrir leik

Hvort lið hefur unnið sitthvorn heimaleikinn og leika til úrslita hér í Smáranum í kvöld um sæti í úrslitum stemninginn er rafmögnuð klukkutíma fyrir leik eins og hefur verið alla þessa seríu en sá sem skrifar hefur ekki séð annað eins alltaf troðfullt hús.
Keflavíkingar eru allir heilir og það eru Grindvíkingar líka og fátt um það að segja.
Leikirnir á undan hafa mikið ráðist af skotnýtingu fyrir utan þriggja stiga línuna hjá báðum liðum og þá sérstaklega Grindavík því annars ná þeir illa að opna vörn Keflavíkur.

Byrjunarlið
Grindavík: Óli Óla, D.Mortensen, D.Kane, D.Basile, Breki.G
Keflavík: Sigurður.P, Jaka.B, Marek.D, Urban.O, Igor.M

Gangur leiks
Fyrsti leikhluti einkenndist af mikilli spennu sem sést best á að bæði lið byrja á að klikka á vítalínunni í byrjun. Lítið stigaskor hörkuvörn báðum megin Keflavík nær upp 7 stiga forskoti. Grindavík 10–17 Keflavík. Nýting Grindavíkur er 21% í fyrsta leikhluta.
Keflavík er alltaf komið með hjálparvörn þegar Grindavík kemur nálægt teignum og ekki hjálpar léleg skotnýting þeim að opna en þeir spila góða vörn og ná að minnka muninn í eitt stig. Og Basile heldur þeim inní leiknum með góðum leik. Leikhlutinn endar á flautukörfu frá Breka sem kemur Grindavík einu stigi yfir þegar það er komin hálfleikur. Nýting Grindavíkur fór úr 21% í fyrsta leikhæuta í 45% eftir annan leikhluta
Grindavík 41-40 Keflavík

Tölfræði fyrri hálfleiks
Grindavík: 45% fg. 22 frk Basile 10 stig 5 stoð Mortensen 11 stig
Keflavík: 39% fg 15frk D.Thomas 9 stig

Allt gengur með Grindavík með Basile í farabroddi og ná þeir upp 14 stiga mun og eru á eldi og taka öll fráköst þegar Pétur tekur leikhlé til að stilla sína menn. En ekkert skánar það og þegar Grindavík er komið með 22 stiga mun taka Keflavík annað leikhlé. Allt gengur upp hjá heimamönnum sem vinna þennan leikhluta 40-9. Leikhlutinn endar Grindavík 81-49 Keflavík. Keflavík berjast hetjulega en Grindavík er á sínum degi og sendir Keflavík sannfærandi í sumarfrí. Grindavík 112–63 Keflavík.

Tölfræði
Grindavík: Maður leiksins Basile 25 stig 8 stoð. Næstur var Kane með 17
Keflavík: Sigurður 11 stig D.Thomas 11 stig

Næst

Keflavík er komið í sumarfrí en Grindavík leikur fyrsta leik sinn í lokaúrslitum á föstudaginn.

Tölfræði leiks

Myndasafn (væntanlegt)

Fréttir
- Auglýsing -