ÍR eru Greifameistarar í körfubolta 2011, liðið vann alla leikina á mótinu um síðustu helgi örugglega. Frá þessu er greint á www.thorsport.is
Lauardagurinn var tekin snemma og fyrsti leikur dagsins var þegar Þór og ÍR mættust og urðu lokatölur hans 65-77 ÍR í vil. Því næst mættust Höttur og Þór en bæði liðin munu leika í 1. deildinni í vetur og höfðu gestirnir frá Egilstöðum betur 81-75. Eftir litla hvíld tóku Hattarmenn á móti úrvalsdeildarliði Tindastóls og fór svo að Höttur hafði öruggan 90-75 stiga sigur. Það voru svo úrvalsdeildarliðin Tindastóll og ÍR sem mættust í lokaleik mótsins og höfðu ÍR ingar betur 97-83 og þar með Greifameistaratitilinn 2011.