spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaIngimundur Orri til Ármanns

Ingimundur Orri til Ármanns

Ármenningar halda áfram að safna liði fyrir komandi átök en liðið tilkynnti á dögunum að Ingimundur Orri Jóhannsson hefði undir samning um að leika með liðinu á næstu leiktíð.

Tilkynningu Ármanns má finna hér að neðan:

Ingimundur kemur frá Stjörnunni þar sem hann hefur leikið síðustu ár en hann er uppalinn hjá Garðabæjar félaginu. Hann hefur leikið með öllum yngri landsliðum Íslands við góðan orðstýr.

Ingimundur Orri hefur leikið lungan úr sínum ferli leð Stjörnunni en hefur einnig leikið með Álftanes, ÍA auk þess að hafa orðið íslandsmeistari með Þór Þ árið 2021.

Það kemur því mikil reynsla inn með Ingimundi en við erum mjög ánægð að hann hafi ákveðið að taka næsta skref á ferli sínum með Ármanni.

Við bjóðum Ingimund hjartanlega velkominn og vonumst til að sjá hann blómstra í Laugardalnum.

Fréttir
- Auglýsing -