Á blaðamannafundi í morgun á veitingastaðnum Sjálandi í Garðabæ tilkynnti Stjarnan að Ingi Þór Steinþórsson og Danielle Rodriguez hefðu verið ráðin sem aðstoðarþjálfarar Arnars Guðjónssonar í meistaraflokki karla.
Ingi Þór þjálfaði Íslandsmeistara KR á seinasta tímabili en leiðir hans og Vesturbæjarveldisins skildu fyrir skemmstu. Ingi Þór mun líka þjálfa drengjaflokk og unglingaflokk karla hjá Stjörnunni í samstarfi við Álftanes. Hann mun líka vinna með Hrafni Kristjánssyni sem aðstoðarþjálfari í 1. deildar liði Álftanes.
Karfan spjallaði við Inga Þór um nýja starfið.