spot_img
HomeFréttirIngi Þór: Margt sem við þurfum að laga fyrir næsta leik

Ingi Þór: Margt sem við þurfum að laga fyrir næsta leik

23:33
{mosimage}

(Ingi Þór og Benedikt þjálfarar KR á hliðarlínunni í Röstinni í kvöld)

,,Við vorum að gera mikið af feilum, misstum boltann of mikið en við vorum vel stemmdir en Grindvíkingar voru á sínum heimavelli og þar spilar maður oft betur en annarsstaðar,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson aðstoðarþjálfari KR í samtali við Karfan.is í leikslok í Röstinni þar sem Grindavík jafnaði einvígið við KR í 1-1 með 100-88 sigri. Liðin mætast því í sínum þriðja úrslitaleik í Iceland Express deildinni á fimmtudagskvöld í DHL-Höllinni í Vesturbænum.

,,Við höfum margt að laga fyrir næsta leik svo við förum bara aftur á núllpunkt og engin spurning að við förum í bókina og sjáum hvað við getum gert betur,“ sagði Ingi en villufjöldinn var talsverður í kvöld og er þetta það sem koma skal, mikil harka og villuregn?

,,Við fórum að brjóta hér í endann til að reyna að minnka muninn en úrslitakeppni er bara hörð og vonandi að bæði lið og bara allir séu klárir í þetta,“ sagði Ingi Þór eftir tapleikinn í Röstinni í kvöld en næst eiga KR-ingar heimaleik og í DHL-Höllinni hafa þeir ekki stigið feilspor í vetur.

[email protected]

Fréttir
- Auglýsing -