Karlalið KR hefur losað Semaj Inge undan störfum frá félaginu í kvöld. Þetta er staðfest á heimasíðu þeirra KR-inga. Semaj hefur spilað með KR frá upphafi tímabils og hefur átt fínu gengi að fagna með liðinu en með komu Pavel Ermoljinski er ekki pláss lengur fyrir Inge í liðinu.
Sagt er á heimasíðu KR að stjórn og þjálfari séu að hugsa sinn gang varðandi nýjan kana í sitt lið og herma heimildir að næsti maður muni vera þessi "all around" týpa sem mun getað gegnt stöðu tvist, þrist eða fjarka. 18.7 stig og 5.2 stoðsendingar ásamt 3.4 stolnum boltum voru tölurnar sem Semaj var að skila í hús fyrir KR þegar honum er sagt upp störfum en á heimasíðu KR er Semaj hrósað í hástert fyrir góð samskipti og gott samstarf.