spot_img
HomeFréttirIlgauskas verður ekki með Litháen á Ólympíuleikunum

Ilgauskas verður ekki með Litháen á Ólympíuleikunum

13:00

{mosimage}

Litháar verða að vera án einnar helstu stjörnu sinnar, Zydrunas Ilgauskas, á Ólympíuleikunum í sumar. Forráðamenn Clevland Cavaliers sem Ilgauskas leikur fyrir hafa sagt nei við því að hann fari á leikana. Danny Ferry framkvæmdastjóri Cavs segir að í ljósi sögunnar sé mikil hætta á að Ilgauskas komi meiddur til baka og því fái hann ekki leyfi.

Ilgauskas þarf leyfi frá Cavs þar sem samningur hans við félagið er ekki tryggður að fullu.

Ilgauskas kom í NBA deildina haustið 1997 og hefur leikið allan sinn feril með Cavs og eru leikirnir orðnir 642. Þá hefur hann tvisvar verið valinn í Stjörnuleik NBA.

[email protected]

Mynd: www.nba.com

Fréttir
- Auglýsing -