Icelandair gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér Evrópumeistaratitil flugfélaga nú um helgina en lokakeppninn var haldin í Vodafonehöll Valsmanna. Til leiks voru mætt EL-AL (Ísrael), TAP (Portúgal), SAS (Skandínavía) og Emirates (Dubai) Svo fór að liðið sigraði alla sína leiki nokkuð örugglega.
Í liðinu voru nokkrir gamlir leikmenn sem þekkjast úr boltanum og þar fremstur í flokki var Guðjón Skúlason. Guðjón gaf sér tíma fyrir Karfan.TV í viðtal fyrir einn leikinn og hægt er að skoða afrakstur þess á Karfan TV. Á myndinni má sjá leikmenn Icelandair en á hana vantar Arnar Smárason sem gekk ekki heill til skógar eftir fyrsta dag mótsins og var þar með settur á meiðslalistann ásamt Svala Björgvinssyni sem samkvæmt heimildum mun verða þar næstu áratugi.