spot_img
HomeSubway deildinHvernig enduðu Njarðvíkingar í grænu?

Hvernig enduðu Njarðvíkingar í grænu?

Í vikunni fengum við hjá Karfan.is ansi skemmtilegar staðreyndarsögu um hvernig það æxlaðist að Njarðvíkingar enduðu í grænum búningum en upphaflegir litir klúbbsins voru bláir og gulir, en bláir og hvítir í körfunni. Árið er 1973 og Gunnar Þorvarðason, fyrrum leikmaður, þjálfari og formaður kkd. UMFN var ásamt vini sínum og stórskyttu Brynjari Sigmundssyni valdir í landsliðshóp sem fór til Bandaríkjana í tæpar fimm vikna æfingaferð. Leikið var við um 16 háskólalið af ýmsum styrkleika, þar á meðal Maryland, Duke og Wake Forest. Einnig var farið vítt og breitt um Illinois, Iowa og Minnesota fylki. Á einum af þessum stöðum kom náungi sem seldi íþróttavörur og bauð hópnum ýmsar íþróttavörur til sölu og þar á meðal keppnisbúninga.

Gunnar og Brynjar vorum í stjórn deildarinnar á þessum tíma, Gunnar gjaldkeri og Brynjar stjórnarmaður. Þar sem tími var kominn á búningaskipti hjá liðinu vildu þeir kappar skoða málið nánar. Á þessum tíma þurfti UMFN iðulega að eiga tvö sett. Eitt blátt og hitt hvítt sem þá voru félagslitir kkd. UMFN, en þetta voru sambærilegir litir og voru hjá bæði ÍS og ÍR en þá léku ÍS iðulega í bláu og ÍR í hvítu. Lítið var til af aur í kassanum á þessum tíma og vildu þeir félagar kanna hvort mögulega væri hægt að spara í kaupum á búningum á þágu þess að reka deildina réttu megin við núllið. Ákveðið var að finna lit sem ekkert annað lið í efstu deild var að nota. Það voru nokkrir litir sem komu til greina hjá sölumanninum góða. En það sem vó þungt í ákvörðun á litarvalinu var sú staðreynd að þeir Gunnar og Brynjar voru (og eru enn) harðir stuðningsmenn Boston Celtics og því varð græni liturinn fyrir valinu. Síðan þá hefur liðið spilað í grænu og seinna meir færði knattspyrnudeildin sig yfir í grænt úr bláum og gulum búningum.

MYND: Valur Ingimundarson og Ísak Tómasson taka við Íslandsmeistarabikarnum árið 1985. Gunnar Þorvarðason fagnar með.

Nate “Tiny” Archibald með Celtics árið 1973.
Fréttir
- Auglýsing -