Í nótt fer fram fyrsti leikur meistara Cleveland Cavaliers og Golden State Warriors í úrslitaeinvígi NBA deildarinnar. Leikurinn hefst á slaginu 01:00 og er í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Einvígi liðanna er það þriðja á jafn mörgum árum. Það fyrsta sigruðu Warriors árið 2015, en í fyrra voru það Cavaliers sem að höfðu yfirhöndina og hafa þeir því titil að verja.
Til þess að hita upp fyrir þessa spennandi lokarimmu úrslitakeppninnar settum við saman nokkrar spurningar sem prófa hvaða leikmanni liðanna tveggja þú átt mesta samleið með.