spot_img
HomeNeðri deildir1. deild karlaHrunamenn lögðu granna sína frá Selfossi í spennuleik á Flúðum

Hrunamenn lögðu granna sína frá Selfossi í spennuleik á Flúðum

Hrunamenn höfðu betur gegn grönnum sínum frá Selfossi á Flúðum í kvöld í fyrstu deild karla, 88-86. Selfoss er eftir leikinn í 10. sæti deildarinnar með 8 stig á meðan að Hrunamenn eru í 11. sætinu með 4 stig.

Tölfræði leiks

Önnur úrslit kvöldsins

Myndasafn (Brigitte Brugger)

Nokkrir punktar um leikinn

·       Hrunamenn skoruðu 56 stig í fyrri hálfleik en aðeins 32 í þeim seinni. Selfyssingar skoruðu 41 stig í fyrri hálfleik og 45 stig í seinni hálfleik.

·       Aleksi Liukko miðherji Hrunamanna tók 28 fráköst í leiknum.

·       Hrunamenn höfðu forustuna allan leikinn. Munurinn á liðinum varð mestur 18 stig en minnstur 1 stig í stöðunni 87-86.

·       Selfoss skoraði mest 10 stig í röð, Hrunamenn líka.

·       Enginn Íslendingur í liði Hrunamanna hafði skorað meira en 3 stig þegar Friðrik Heiðar skoraði 4. stig sitt af vítalínunni og 88. stig liðsins og síðustu körfu leiksins þegar 9 sekúndur voru eftir af leiknum.

·       Þjálfari Selfoss, Árni Þór Hilmarsson, á tvo syni í liði Hrunamanna og Íris Birna systir þeirra skráði leikskýrsluna, Freyja móðir barnanna sem aldrei lætur sig vanta á leiki Hrunamanna kaus að halda sig heima í þetta skiptið.

·       Félögin á Suðurlandi tefla gjarnan fram sameiginlegum liðum í unglingaflokkum. Í leikmannahópi Hrunamanna í kvöld voru að minnsta kosti 8 leikmenn sem hafa leikið undir merkjum Selfoss og/eða í búningi Selfoss og a.m.k. 6 leikmenn í hópi Selfoss hafa leikið í búningi Hrunamanna.

Stigahæstir

Hrunamenn: Chance Hunter 29, Aleksi Liukko 24, Sam Burt 22.

Selfoss: Ty Greene 35, Birkir Hrafn 15, Ebrima Demba 15

Fréttir
- Auglýsing -