spot_img
HomeFréttirHrafn: Það kom einhver andi í okkur.

Hrafn: Það kom einhver andi í okkur.

Hrafn Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur gegn Þór Akureyri í Ásgarði.

 

"Mér fannst við loksins fara að spila einhverja vörn í fjórða, það kom einhver andi í okkur." Stjarnan skoraði 18 stig á seinustu 5 mínútum leiksins gegn 7 stigum Þórsara og það var það sem vann leikinn gegn Þór Akureyri að mati Hrafns. Hann segir liðið sitt hafa verið að ströggla við sig sjálft undanfarið en þeir hafi byrjað að berjast í lok þessa leiks.

Stjarnan bætti við sig Sherrod Wright á gluggadeginum og hann spilaði sinn fyrsta leik fyrir Garðbæinga í kvöld. Hrafn sagði hann hafa staðið sig eins og við var að búast. "Hann er bara dauðþreyttur, lenti í gær og æfði mikið í gær. […] Mér fannst hann sérstaklega gefa okkur ákveðinn kraft í fyrri, hjálpaði okkur að halda svolítið í við þá í fyrri hálfleik." Hrafn segir hann vera gæðaleikmann og býst við meiru af honum í næsta leik.

Justin Shouse hefur undanfarnar tvær vikur verið að aðstoða Hrafn á bekknum sem aðstoðarþjálfari hans: "Það þekkja náttúrulega allir Justin. Hann er bara með endalausa orku, er endalaust í eyranu á mönnum að stappa í þá stálinu og þekkir líka leikinn mjög vel." Þeir eru enn að þróa samstarfið en það gengur vel að sögn Hrafns.

Stjörnumenn eru samkvæmt Hrafni að koma með aðra tilfinningu inn í næsta leik úti gegn Grindavík eftir þennan sigur heima. Hann segir þá geta tekið helling úr þessum leik yfir í þann næsta.

Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.

 

Fréttir
- Auglýsing -