18:16
{mosimage}
Nú er sá tími þegar lið eru á fullu að ganga frá þjálfaramálum fyrir næsta vetur. Eitt þeirra er Breiðablik sem sá á eftir Einari Árna Jóhannssyni eftir tímabilið. Karfan.is hefur fyrir því áreiðanlegar heimildir að Blikar séu langt komnir með samningaviðræður við Hrafn Kristjánsson og gæti farið svo að skrifað verði undir samning á næstu dögum.
Hrafn hefur þjálfað Þór Ak. undanfarin ár en hætti störfum þar fyrir stuttu og lítur allt fyrir að hann muni snúa suður yfir heiðar. Hann hefur einnig þjálfað KFÍ.
Mynd: [email protected]



