Dregið var í 16 liða úrslit í Poweradebikarkeppninni í gær. Hrafn Kristjánsson þjálfari ríkjandi bikarmeistara Stjörnunnar kallaði eftir því að þjálfarar bæru virðingu fyrir keppninni í íþróttafréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.
„Það á að bera virðingu fyrir keppninni, mér finnst að þjálfarar eigi að sýna betri mætingu þegar verið er að draga í keppninni,“ sagði Hrafn við Arnar Björnsson íþróttafréttamann.
Frétt Stöðvar 2 frá bikardrættinum með ummælum Hrafns má sjá hér
Þegar dregið var í bikarnum í gær var Hrafn mættur og þá var Ágúst Björgvinsson þjálfari Valsmanna einnig á staðnum sem og fulltrúar frá Grindavík en aðrir þjálfarar sáust ekki.