Keilir kynnir tveggja daga námskeið 5. og 6. nóvember sem skiptist niður í þrenn sjálfstæð námskeið: styrktarþjálfun með eigin líkamsþyngd, æfingakerfasmíð og hraðaþjálfun. Leiðbeinandi á námskeiðunum er Helgi Jónas Guðfinnsson þjálfari Grindavíkur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik.
Námskeiðin eru sérstaklega ætlað íþróttakennurum, einkaþjálfurum, styrktarþjálfurum, íþróttaþjálfurum og sjúkraþjálfurum og öðrum þeim sem sinna líkamsþjálfun en er einnig opið hinum almenna íþróttamanni og áhugamanni um heilsurækt.