Höttur lagði Álftanes nokkuð örugglega í kvöld heima á Egilsstöðum í fyrstu deild karla, 96-81.
Eftir leikinn er Höttur 2. sæti deildarinnar með 36 stig á meðan að Álftanes er í 3. sætinu með 26 stig.
Leikur kvöldsins var þónokkur einstefna heimamanna. Eftir fyrsta leikhluta leiðir Höttur með 5 stigum, 23-18 og þegar í hálfleik var komið voru þeir komnir með forystu sína í 53-31.
Í upphafi seinni hálfleiksins halda heimamenn svo áfram að bæta við forystu sína. Nánast klára leikinn í þriðja leikhlutanum, en fyrir þann fjórða eru þeir 36 stigum yfir, 86-50. Gefa eðlilega svo vel eftir í lokaleikhlutanum. Vinna leikinn samt með 15 stigum að lokum, 96-81.
Atkvæðamestur heimamanna í leiknum var Timothy Guers með 35 stig og 8 fráköst.
Fyrir Álftanes var Sinisa Bilic atkvæðamestur með 32 stig og 7 fráköst.
Samkvæmt skipulagi eiga bæði lið leik næst þann 25. febrúar. Álftnesingar fá ÍA í heimsókn í Forsetahöllina á meðan að Höttur heimsækir Hamar í Hveragerði.
Umfjöllun / Pétur Guðmundsson