spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaHöttur framlengir við Matej Karlovic

Höttur framlengir við Matej Karlovic

Hattarmenn eru að undirbúa sig fyrir komandi átök í Dominos deild karla á næstu leiktíð. Í dag var tilkynnt að liðið hefði endursamið við Matej Karlovic sem lék með liðinu í 1. deild karla á síðustu leiktíð.

Á Facebook síðu Hattar segir: „Matej tekur slaginn með liðinu í Dominos deildinni á næstu leiktíð. Þessi þrítugi króati kom til liðs við okkur síðastliðið haust og lék vel í 1.deildinni. Matej skoraði 17,6 stig og tók 3,2 fráköst að meðaltali í leik. Hann fór til heimalandsins í sumar en mun koma aftur til okkar næsta haust og vera klár í slaginn.“

Höttur framlengdi einnig við David Ramos fyrr í vikunni og ætla sér því væntanlega stóra hluti í efstu deild á næsta ári.

Mynd: Facebook síða Hattar.

Fréttir
- Auglýsing -