spot_img
HomeFréttirHörku barátta í firðinum(Umfjöllun)

Hörku barátta í firðinum(Umfjöllun)

01:25

{mosimage}
(Sveinn Ómar Sveinsson var stigahæstur Hauka í kvöld)

Haukar og Ármann mættust í hörku leik á Ásvöllum í gær og þurfti framlengingu til að fá úr því skorið hvort liðið myndi vinna leikinn. Fyrir leikinn voru Haukar taplausir en Ármenningar aðeins unnið einn af sínum leikjum. Haukar voru betri aðilinn í fyrri hálfleik og leiddu með fimm stigum eftir fyrsta leikhluta og níu stigum í hálfleik. Ármenningar náðu að stríða heima mönnum framan af fyrsta leikhluta og leiddu til að mynda leikinn snemma í fyrsta fjórðung.

Svo virtist sem að Haukar ætluðu að taka öll völd á vellinum og keyra upp muninn en alltaf náðu Ármenningar að hanga í þeim. Staðan var 39-30 í hálfleik.

{mosimage}

(Sæmundur Oddsson var stigahæstur Ármenninga)


Haukar héldu áfram sínu striki í byjun seinni hálfleiks en svo hrökk allt í baklás. Í stöðunni 54-45 fékk Helgi Björn Einarsson, leikmaður Hauka, dæmdan á sig ruðning og tæknivillu í kjölfarið en hann var fyrir atvikið með þrjár villur. Helgi þurfti því að yfirgefa völlinn og Ármenningar riðu á vaðið, skoruðu ellefu stig í röð og komust yfir 54-55.

Það mætti halda að það hefi verið sett lok yfir körfu Haukamanna því sama hvað þeir reyndu að skora þá gekk ekkert upp hjá þeim á þessum kafla. Ármenningar leiddu framan af þriðja leikhluta eða allt til enda hans þegar Haukar komust sex stigum yfir og var staðan 59-56 áður en síðasti leikhlutinn byrjaði.

Ármann voru þyrstir í sigur enda með aðeins einn í 5 leikjum og mættu því trítilóðir til leiks í fjórða. Liðin skiptust á að leiða í fjórða leikhluta allt þangað til að Ármann komst yfir undir lok leiks að þeir náðu þriggjastiga forskoti, 67-70, og Haukar héldu til sóknar. Sveinn Ómar Sveinsson skoraði mikilvæga þriggjastiga körfu fyrir Hauka og jafnaði leikinn, 70-70. Enn var nægur tími fyrir Ármenninga til að skora sigurköfur leiksins en eftir mikinn basl í teig Hauka rann tíminn út og framlenga þurfti því leikinn.

{mosimage}

(Ármann Vilbergsson)

Kristinn Jónasson fékk dæmda á sig tæknivillu í upphafi framlengingarinnar eftir nokkur vel valin orð í garð dómarans. Var það hans fimmta villa og hann því útilokaður frá leiknum. Gunnlaugur Elsuson skoraði úr vítaskotunum og voru Ármenningar komnir fjórum stigum yfir og aðeins ein og hálf mínúta eftir af leiknum. Haukar tóku sér tíma í næstu sókn og uppskáru góða þriggjastiga körfu frá Óskari Inga Magnússyni og minnkuðu muninn í eitt stig. Ármann hélt til sóknar en Gunnar Birgir Sandholt fiskaði ruðning á Gunnlaug og Haukar skoruðu úr sókninni þar á eftir. Voru þeir nú komnir í bílstjórasætið einu stigi yfir.

Ármenningar fóru illa af ráði sínu í þeirra sókn og Haukar unnu boltann þegar 14 sekúndur voru eftir. Eftir nokkra brotadóma komust Haukar loksins á vítalínuna og gulltryggðu þriggja stiga sigur sinn, 77-74.

Haukar sitja nú á toppi deildarinnar með fullt hús stiga líkt og Hamar en það fæst úr því skorið hvort liðið kemur til með að verma toppsætið þegar að þessi lið mætast í næstu umfer. Ármann er í 8. sæti með 2 stig.

Sveinn Ómar Sveinsson var stigahæstur Haukamanna með 22 stig og 15 fráköst en Kristinn Jónasson gerði 16 stig, tók 9 fráköst og varði 4 skot.

Hjá Ármanni var Sæmundur Oddsson stigahæstur með 21 stig og 5 fráköst og Gunnlaugur Elsuson var með 14 stig og 17 fráköst.


Tölfræði leiksins

[email protected]

Myndir: [email protected]

 

{mosimage}

 (Gunnar Þór Andrésson)

{mosimage} 

(Kristinn Jónasson)

 

Fréttir
- Auglýsing -