Valur lagði KR í kvöld í 13. umferð Dominos deildar karla, 77-87. Eftir leikinn er KR í 3.-4. sæti deildarinnar með 18 stig líkt og Þór á meðan að Valur er í 7. sætinu með 12 stig.
Karfan spjallaði við Hörð Unnsteinsson, aðstoðarþjálfara KR, sem þurfti að taka við liðinu um miðjan fjórða leikhlutann eftir að aðalþjálfari liðsins, Darri Freyr Atlason, var sendur í sturtu.