spot_img
HomeFréttirHörður Axel "fastur" í Grikklandi

Hörður Axel “fastur” í Grikklandi

Hörður Axel Vilhjálmsson hafði í sumar samið við Keflvíkinga um að leika með þeim á komandi tímabili. En fínt tilboð barst frá Grikklandi nánar tiltekið frá liði Rethymno Cretan Kings B.C. og klásúla í samningi við Keflavík virkjuð þar sem Herði væri frjálst að fara ef tilboð bærist frá Evrópu. Félagið fór svo í þær aðgerðir að skipta út þjálfara liðsins sem að öllu jöfnu haðfi ekki átt að hafa nein áhrif á Hörð.  Nýr þjálfari vildi ólmur halda Herði en forseti liðsins tók fyrir hendur hans og sagðist ekki vilja hafa leikmenn hjá liðinu sem að gamli þjálfarinn hafði samið við.  

 

"Ég er samningsbundin Grikkjunum og er í samningsviðræðum við þá með að slíta þeim samningi.  Það er svo sem ekkert leyndarmál að þetta snýst um greiðslur, en mín von er að þetta leysist sem fyrst. Þetta er erfið og einstök staða sem ég er í." sagði Hörður í samtali við Karfan.is 

 

Hörður hefur æft með Keflvíkingum síðustu misseri ásamt því að vera duglegur að sækja lyftingarsali til að halda sér í formi. "Það er alveg óvíst hvar ég spila í vetur það gæti vel verið að ég fari til Evrópu og svo auðvitað Dominosdeildinn hér heima fyrir. Enn á meðan staðan er svona get ég ekki samið við neitt annað lið erlendis né hérlendis. En það væri gott ef þetta myndi leystast sem fyrst og helst fyrir föstudag. " sagði Hörður að lokum og augljóst hvað Hörður myndi þá stefna á komandi föstudag. 

 

Það þarf svo sem ekkert að fjölyrða þau þyngsli sem Hörður myndi setja á leikgetuvog hvaða liðs sem er hér heima í Dominosdeildinni en um leið augljóst að Hörður stefnir enn á að komast aftur til Evrópu í atvinnumennsku enda á leikmaður í slíkum styrkleikaflokki. 

Fréttir
- Auglýsing -