Snæfell fékk Keflavík í heimsókn í fimmtu umferð Dominosdeildar kvenna. Þetta eru liðin sem spiluðu til úrslita á síðasta tímabili, liðin hafa tekið nokkrum breytingum og misst stóra pósta. Bæði lið tefla þó fram góðum liðum og eiga Keflavíkurstúlkur framtíðina fyrir sér, með meðalaldur upp á ca. 18 ára
Dramatíkina þekkja allir í kringum þessi lið upp á síðkastið og ætlar undirritaður ekki að fara út í þá sálma.
Leikurinn byrjaði rólega og voru leikmenn að fikra sig áfram, þegar leikhlutinn var hálfnaður voru Snæfell komnar með sjö stiga mun 14 – 7 og tilfinningin var að það var allt auðveldara hjá Snæfell. Keflavík var í svæði í fyrri hálfleik og oft á tíðum sást góð boltahreyfing sem endaði á galopnu skoti Snæfells. Þó svo að Keflavík hafi verið í svæði allan fyrri hálfleikinn voru þær að láta vel finna fyrir sér og gáfu ekkert eftir, það sást á villudreifingunni en þær voru öllu jafnan með 10 fleiri villur en Snæfell. Snæfell sótti vel að körfunni með Bryndísi fremsta í fararbroddi, hún virtist vita út á hvað vörnin gékk.
Þegar fyrsti leikhluti klárast eru Snæfellsstelpur ennþá með sjö stiga forystu, þær hefðu reyndar getað verið með töluvert stærri forystu en þegar þú ætlar að skora 4 – 6 stig í sókn for oftast eitthvað úrskeiðis.
Annar leikhluti hefst á svipuðu róli, Keflavíkurstelpur eru þó ákveðnari og sýna mjög vel í hvað þeim býr. Það var sama tilfinning og í fyrsta leikhluta – Snæfell voru að klikka á hlutum sem þær gera ekki oft og Keflavík þurfti að hafa fyrir því að skora og verjast. Keflavík ætluðu ekki að missa Snæfell fram úr sér og náðu að gera það nokkuð vel í fyrri hálfleik. Níu stiga forysta hjá heimastúlkum í hálfleik og leikurinn opinn.
Sá þriðji var í raun copy-paste af þeim öðrum og ekki mikið um það að segja. Þegar leikhlutinn klárast er Snæfell ennþá yfir og núna búnar að koma muninum upp í 11 stig. Þær héldu gestunum alltaf í smá farlægð og þeim virist líða vel eins og staðan var.
Hvað gerðist í leikhlutaskiptunum þriðja í fjórða er erfitt að segja en þar mættu Snæfellsstelpur snarvitlausar og skoruðu úr hverju hraðaupphlaupinu á fætur öðru. Það gékk í raun ekkert upp hjá Keflavík og var eins og þær ungu hafi spurngið. Það verður að viðurkennast að það er erfiðara að elta og það fór gríðarleg orka fyrir Keflavík í fyrstu þrjá leikhlutana. Snæfell hélt sjó og unnu leikhlutann með 17 stiga mun 26 – 9. Þetta er því þriðji sigur Snæfell í fjórum leikjum. Keflavík hefur hins vegar spilað fimm leiki og unnið einn. Sigrarnir munu án efa koma hjá þeim en í þessum leik var Snæfellsliðið einum til tveimur númerum of stórt.
Leikurinn endaði 84 – 56 fyrir Snæfell og voru heimastúlkur með 23 sóknarfráköst í leiknum og vega þau rosalega þungt. Auk þess að stela 13 boltum og oftar en ekki endaði það með körfu. Keflavíkurstelpur munu án efa laga þessa hluti og mæta tvíelfdar í næsta leik.
Umfjöllun og viðtöl/ Gunnlaugur Smárason
Mynd úr safni/ Axel Finnur