Þrír leikir eru á dagskrá Heimsmeistaramótsins í Tyrklandi í dag. Undanúrslitin fara fram og þá leika Slóvenar og Rússar um 7. sætið á mótinu en viðureign liðanna hefst kl. 12:00 að íslenskum tíma.
Undanúrslitin hefjast kl. 16:00 með viðureign Bandaríkjanna og Litháen og strax þar á eftir eða kl. 18:30 mætast heimamenn frá Tyrklandi og Serbía.
Ljósmynd/ Undanúrslitin á HM fara fram í dag.